Stefán Jóhann Stefánsson                    

                                                                                                                                                                       
Forsíđa
Greinar
Rćđur
Trúnađarstörf
Málefni
Menntun og störf
Áhugavert efni
 
Hjólađ í vinnu
 
Undir árum
Hvannadalshnjúkur 2003
Viđ Eldborg í Bláfjöllum
Jólaleikur međ strákunum
Tólf ára töffari!
Eftir reiptog viđ Össur o.fl.
Eftir jólauppvaskiđ 2005

Um Stefán Jóhann:

Ég heiti Stefán Jóhann Stefánsson og setti saman ţessa síđu í ţeim tilgangi ađ kynna mig og sjónarmiđ mín vegna ţátttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar voriđ 2006.

Ég bý í Seljahverfinu í Breiđholti ásamt eiginkonu minni, Guđbjörgu Lindu Rafnsdóttur, og ţremur sonum okkar. Guđbjörg Linda er doktor í félagsfrćđi og dósent í ţeirri grein í Háskóla Íslands ásamt ţví sem hún hefur lengi unniđ fyrir Vinnueftirlit ríkisins.

Ég er fćddur áriđ 1957 á Ísafirđi, bjó ţar fram undir tvítugt og ólst upp í stórum systkinahópi. Fađir minn, Stefán Jónsson, var húsasmiđur og móđir mín, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, var heima og sinnti búi og börnum. Ţau eru bćđi látin. Ég heiti í höfuđ ţeirra beggja.

Leikvellirnir fyrir vestan voru fjörurnar, bátarnir, göturnar, byggingar í smíđum, lagnađarís á firđinum, fjallshlíđarnar og Tungudalur. Reyndar voru einhverjir skipulagđir leikvellir ţarna einnig. Skíđaferđir voru ákaft stundađar um tíma í Stóruurđ og á Seljalandsdal, en svo tók knattspyrnan viđ og leiđin lá um tíma í tónlistarskólann til ađ stunda trompetleik.

Skólagangan fyrir vestan var hefđbundin samkvćmt ţeirra tíma mćlikvarđa. Fyrst var námiđ stundađ í Barnaskólanum á Ísafirđi, svo Gagnfrćđaskólanum á Ísafirđi og loks í Menntaskólanum á Ísafirđi.

Á menntaskólaárunum var mér treyst fyrir ýmsum trúnađarstörfum, s.s. setu í skólastjórn, ritstjórn skólablađs og fleiru. Ýmis störf voru stunduđ á sumrin og međ skóla. Ćtli fyrsta launađa starfiđ hafi ekki veriđ ađ festa króka á tauma fyrir línusjómenn ţegar ég var um 10 ára, starf sem einn vinur minn kom mér í, svo fékk ég um 11 ára aldur ađ fljóta međ öđrum vini mínum og nokkrum öskukörlum til Súđavíkur ađ sćkja sorp sem var í níđţungum olíutunnum sem henda ţurfti upp á vörubílspall, en lengst af vann ég í bakaríum á Ísafirđi, ţ.e. Félagsbakaríinu og Gamla Bakaríinu, eđa viđ smíđar međ föđur mínum. Ţá vann ég einnig í íţróttavöruverslun stađarins eitt sumar, ţjálfađi púka stađarins í fótbolta (krakkar á Ísafirđi voru og eru sjálfsagt enn kallađir púkar), vann viđ fiskvinnslu og var á sjó tvívegis (eftir seinna sumariđ var ég líklega lođnari um lófana en ég veriđ nokkurn tímann síđan) og vann viđ blađamennsku á Vestfirska fréttablađinu.

Eftir ađ ég lauk námi í Menntaskólanum á Ísafirđi flutti ég til höfuđborgarinnar og stundađi ţar háskólanám og vinnu. Ég tók BA-próf í stjórnmálafrćđi og sinnti félagsstörfum af vaxandi ţunga, fyrst í félagi ţjóđfélagsfrćđinema og síđan í stúdentapólitíkinni, en ég var formađur og framkvćmdastjóri Stúdentaráđs Háskóla Íslands eitt ár og sat í háskólaráđi. Ég vann um tíma á dagheimili sem gekk undir nafninu Vöggustofa og svo fékk ég starf á fréttastofu Útvarpsins og var viđlođandi hana nćstu árin.

Ađ háskólaárunum í Reykjavík loknum var haldiđ til Svíţjóđar međ fjölskyldu sem ţá var ađ taka á sig mynd (fyrsti sonurinn kominn í heiminn). Árin í Svíţjóđ urđu fleiri en upphaflega var áćtlađ enda klárađi konan doktorspróf en ég skipti um fag og fór yfir í hagfrćđina samtímis ţví sem ég sendi útvarpinu fréttir frá Svíţjóđ, Danmörku, Póllandi og víđar. Jafnframt tók ég ţátt í starfi leigjendasamtaka á Lundarsvćđinu, sem voru í lausum tengslum viđ sćnska jafnađarmannaflokkinn. Fjölskyldan unga dafnađi vel í Svíţjóđ, en tveir synir bćttust í hópinn í dvölinni ytra.

Ţótt ágćtt vćri ađ búa í Svíţjóiđ var hugurinn ţó alltaf á Íslandi og í auknum mćli eftir ţví sem dvölin í Svíţjóđ varđ lengri. Og í stađ fréttaritarstarfa komu hagfrćđistörf í vaxandi mćli, fyrst viđ sumarafleysingar í Seđlabankanum.

Fjölskyldan hefur búiđ í Breiđholti síđustu 12 árin, nú síđast í Seljahverfi. Strákarnir hafa gengiđ í Breiđholtsskóla, Seljaskóla, Verslunarskólann, Menntaskólann viđ Sund og Háskóla Íslands. Hundur fylgir fjölskyldunni um ţessar mundir og heldur fullorđna fólkinu á hćfilegri hreyfingu kvölds og morgna, og um helgar reynum viđ ađ komast í gönguferđir út fyrir borgarmörkin.

Ég hef starfađ í ćđstu bankastofnun landsins, Seđlabanka Íslands, á annan áratug og sinnt ţar ýmiss konar upplýsingamiđlun, skýrslugerđum og útgáfustörfum.

Frítíminn undanfarin ár hefur, auk starfa fyrir Samfylkinguna, talsvert fariđ í áhugamál sonanna og störf fyrir knattspyrnudeild ÍR. Ég var í nokkur ár formađur knattspyrnudeildarinnar, m.a. ţegar liđ ÍR lék í efstu deild. Síđustu ár hef ég einkum sinnt ţví vanţakkláta hlutverki ađ hlaupa međ flautu eđa fána í hönd á kappleikjum barna og unglinga. En ţađ getur oft líka veriđ gaman, sjá mynd frá leik fyrir skömmu í fjórđa flokki á milli ÍR og Víkings. Ég var ţar ađstođardómari besta dómara landsins.

Önnur helstu áhugamál eru félagsmál af ýmsu tagi og útivist. Ég er yfirleitt međ bók í takinu. Eftir ađ Laxness-tímabilinu lauk tóku ýmsir sćnskir höfundar ađ fanga athygli mína. Síđustu ár hafa íslenskir og erlendir reyfarar veriđ í uppáhaldi hjá mér, en ég lćt ţađ ekki fram hjá mér fara sem vinir mínir í rithöfunda- og tónskáldastétt eru ađ gera. 

Viđ sérstök tćkifćri hef ég sungiđ í kórum, og nýt ţá ţess ađ geta lesiđ nótur ţótt tónlistarnámiđ yrđi ekki langt á Ísafirđi.

Á unglingsárunum stundađi ég nokkuđ knattspyrnu og ég stunda enn knattspyrnu viđ tćkifćri, einkum međ vinnufélögunum, enda er ég fyrir löngu búinn ađ gefast upp viđ ađ elta strákana mína í ţeim leik. Á veturna reyni ég ađ komast á skíđi í skíđalöndum Reykjavíkur og nágrennis, ýmist á svigskíđi eđa  gönguskíđi. Ţađ getur veriđ fjör á svigskíđunum í skíđalöndum Reykjavíkur ţegar snjór er nćgur, en ţađ er ţó fátt yndislegra en ađ labba um á gönguskíđum í Bláfjöllum á sólríkum degi síđla vetrar eđa snemma ađ vori.

 

 

 

  Stefán Jóhann Stefánsson,  netfang: stefan.johann@islandia.is, sími 895-0532

Hit Counter